Lög Samtaka smábátaútgerða

LÖG

Samtakanna

 

1. gr.

Nafn.

Nafn samtakanna er Samtök smærri útgerða að viðbættri skýringunni: „Samtök atvinnurekenda sem starfa við rekstur/útgerð báta sem stunda fiskveiðar við Ísland.“

 

2. gr.

Varnarþing.

Heimili og varnarþing samtakanna er í Miðbrekku 5, 355 Ólafsvík.

 

3. gr.

Tilgangur.

Tilgangur samtakanna er:

 • Að vera málsvari fyrir félagsmenn um málefni sem tengjast rekstri/útgerð báta sem stunda fiskveiðar við Ísland, gagnvart opinberum aðilum, samtökum, þjónustuaðilum öðrum viðskiptamönnum og almenningi.
 • Að efla rekstur/útgerð fiskibáta við Ísland, með því að:
  • efla menntun til aukinnar þekkingar félagsmanna.
  • efla fagleg vinnubrögð félagsmanna.
  • koma fram fyrir hönd félagsmanna við gerð kjarasamninga.
 • Að leiðbeina félagsmönnum um gildi faglegra vinnubragða til aukinnar hagkvæmni og arðsemi í rekstri.
 • Að láta til sín taka málefni sem hafa almenna þýðingu fyrir félagsmenn.

 

4. gr.

Innganga.

Aðild að samtökunum geta öðlast fyrirtæki og einstaklingar sem annast rekstur/útgerð báta sem stunda fiskveiðar við Ísland. Umsóknaraðilar þurfa að fullnægja kröfum samtakanna og yfirvalda um útbúnað fiskibáta. Jafnframt skulu félagsmenn fylgja almennum meginreglum um góða viðskiptahætti.

 

Umsókn um inngöngu sendist skriflega til formanns félagsins ásamt upplýsingum, sem stjórn samtakanna telur ástæðu til að krefjast til þess að leggja mat á umsóknina.

 

Formaður skal bera inntökubeiðnina undir stjórn sem tekur ákvörðun um afgreiðslu hennar.

 

5. gr.

Sérstakar félagsskyldur.

 • Skilyrði fyrir inngöngu er að formanni samtakanna séu veittar nauðsynlegar  upplýsingar um aðstæður fyrirtækisins/einstaklingsins, sem stjórnin telur nauðsynlegar, þannig að tilgangi samtakanna verði náð.
 • Með upplýsingar, sem látnar verða í té, skal farið með sem trúnaðarmál. Þær má aðeins ræða í stjórn samtakanna eða á fundum samtakanna eftir tölulega úrvinnslu og án tilgreiningar einstakra fyrirtækja/einstaklinga.

 

6. gr.

Úrsögn.

 • Félagsmanni er heimilt að segja sig úr samtökunum en skal það gert með minnst eitthundraðdaga fyrirvara. Úrsögn skal vera skrifleg og sendast formanns samtakanna. Aðilar, sem úr samtökunum ganga, eiga ekki kröfu til endurgreiðslu árgjalds, annarra framlaga til samtakanna eða nokkurs hluta af eignum samtakanna.
 • Ekki má aðili segja sig úr samtökunum meðan vinnudeila (verkbann eða verkfall) stendur yfir.
 • Aðilar samtakanna, sem skulda árgjöld, eða önnur framlög til samtakanna fyrir meira en eitt ár, skulu taldir segja sig úr samtökunum enda verði þeir ekki við greiðsluáskorun, sem send skal þeim í ábyrgðarbréfi með einnar viku fyrirvara. Framlög þessi má innheimta með málsókn, og má höfða slíkt mál á varnarþingi samtakanna.

 

7. gr.

Brottrekstur.

Víkja má aðila úr samtökunum um lengri eða skemmri tíma, þegar stjórn þess telur fullvíst, að eigandi eða ábyrgur stjórnandi viðkomandi fyrirtækis hafi gerst brotlegur við skráð eða óskráð lög, venjur um góða viðskiptahætti eða neitað að veita santökunum nauðsynlegar upplýsingar samkvæmt 5. grein laga þessara.

 

Stjórn samtakanna tekur ákvörðun um brottvikningu úr samtökunum.

 

8. gr.

Aðalfundur.

Aðalfundir fara með æðsta vald í málefnum samtakanna en almennir félagsfundir á milli aðalfunda.

 

Aðalfund skal að jafnaði halda fyrir lok nóvember mánaðar ár hvert. Heimilt er þó þegar sérstaklega stendur á að halda aðalfundinn á öðrum tíma enda samþykki stjórnin það. Til aðalfundar skal boða með tveggja vikna fyrirvara með bréfi til aðila samtakanna eða með auglýsingu í dagblaði.

 

Dagskrá fundarins skal vera sem hér segir:

 • 1) Skýrsla stjórnar.
 • 2) Reikningar bornir upp til samþykktar.
 • 3) Kosning formanns.
 • 4) Kosning stjórnar og varamanna.
 • 5) Lagabreytingar.
 • 6) Ákvörðun um þóknun til stjórnar næsta árs. 
 • 7) Önnur mál.

 

Framboð til formanns og stjórnar samtakanna skal hafa borist til formanns og stjórnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund með skriflegum hætti. Sama gildir um liðinn „önnur mál“.

 

9. gr.

Lögmæti aðalfundar, atkvæðisréttur.

Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað án tillits til fundarsóknar. Aðalfundi stjórnar fundarstjóri sem aðalfundur kýs. Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins.

 

Einfaldur meirihluti nægir til löglegra samþykkta á aðalfundi.

 

Vægi atkvæða er í samræmi við félagsgjöld. Hámarksfélagsgjald er krónur 500.000 og lágmarksgjald er krónur 50.000 á hvern bát. Vægi atkvæða ræðst af framangreindu hámarks og lágmarks félagsgjöldum. Stjórn félagsins skal birta vægi atkvæða tveimur vikum fyrir aðalfund.

 

Aðili sem eigi getur sótt aðalfund getur látið sækja aðalfund fyrir sína hönd, enda fái sá aðili  til þess skriflegt umboð. Enginn getur þó farið með atkvæði fleiri en tveggja aðila auk síns  eigin atkvæðis.

 

Atkvæðagreiðsla á aðalfundi skal fara fram með handauppréttingu, nema 3 menn krefjist skriflegrar atkvæðagreiðslu. Einfaldur meirihluti atkvæðamagns ræður úrslitum mála sbr. þó 19. grein varðandi lagabreytingar.

 

Þeir einir njóta atkvæðisréttar sem eru skuldlausir við samtökin á aðalfundi, miðað við álögð gjöld í lok reikningsárs.

 

10. gr.

Félagsfundir.

Almenna félagsfundi samtakanna skal halda þegar stjórnin telur ástæðu til eða ef 5 aðilar samtakanna fara fram á það. Fundinn skal boða svo fljótt sem unnt er.

 

Félagsfundi skal boða með minnst viku fyrirvara nema sérstakar ástæður mæli með því að boða til hans með skemmri fyrirvara. Félagsfundum stýrir fundarstjóri sem fundurinn kýs. Fundarstjóri tilnefnir fundarritara. Í fundarboði skal getið hvert fundarefnið er. Ekki er heimilt að álykta um fundarefni sem ekki hefur verið auglýst fyrirfram nema með samþykki 3/4 hluta fundarins. 

 

Um atkvæðagreiðslur á almennum félagsfundi skulu gilda sömu reglur og á aðalfundi.

 

11. gr.

Stjórn.

Kjörgengir í stjórn samtakanna eru atkvæðisbærir félagsmenn og fulltrúar fyrirtækja sem aðild eiga að samtökunum.

 

Stjórn samtakanna skipa 5 menn og 2 til vara. Stjórnarmenn og varamenn skulu kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega.

  

12. gr.

Verkaskipting stjórnar.

Stjórnin skal á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund kjósa sér varaformann og ritara. 

 

Formaður boðar stjórnarfundi þegar þurfa þykir en auk þess er honum skylt að boða til fundar ef 2 stjórnarmenn krefjast þess. Fundur er lögmætur og ályktunarfær ef meirihluti stjórnarmanna er mættur. Hver stjórnarmaður hefur eitt atkvæði. Ef atkvæði falla jöfn, ræður atkvæði formanns.

 

Undirskrift formanns og eins meðstjórnanda nægir til að skuldbinda samtökin gagnvart öðrum.

 

Stjórnin ræður málefnum samtakanna á milli almennra félagsfunda og aðalfunda.

 

Stjórnin kemur fram fyrir hönd samtakanna.

 

Stjórnin ákvarðar hvaða mál samtökin tekur til umfjöllunar og ákveður starfssvið stjórnar. 

 

Fundargerð skal haldin um það sem fram fer á stjórnarfundum og skal fundargerð borin undir stjórn til staðfestingar.

 

Heimilt er að halda stjórnarfundi með almennum fjarfundarbúnaði.

 

 

 

 

13. gr.

Stjórn samtakanna getur skipað nefndir félagsmanna sem falið er að vinna að þeim málum sem stjórnin hefur beint til þeirra. Þær skila niðurstöðum sínum til stjórnar.

  

15. gr.

Framkvæmdastjóri og skrifstofa.

Stjórnin ræður framkvæmdastjóra fyrir samtökin. 

   

18. gr.

Reikningar og fjárhagsáætlun.

Reikningsár samtakanna er fiskveiðiárið (1. september til 31. ágúst). Löggiltur endurskoðandi skal endurskoða reikninga og skila athugasemdum til stjórnar samtakanna. 

 

Fyrir 15. október ár hvert, skal framkvæmdastjóri hafa lokið við reikninga fyrir liðið starfsár og sent þá endurskoðanda.

 

Fjárhagsáætlun næsta starfsárs skal liggja fyrir eigi síðar en við boðun aðalfundar.

 

19. gr.

Lagabreytingar.

Tillögur til breytinga á lögum samtakanna skulu sendar stjórn samtakanna, sem leggur þær fyrir aðalfund. Slíkar tillögur þurfa að berast eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund. Til að slík tillaga nái fram að ganga þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða.

 

20. gr.

Gildistaka laganna.

Lög þessi öðlast þegar gildi og stofndagur samtakanna er í dag.

 

11. maí, 2013

 

Með breytingum 26.10.2013