Umsagnir

15. júlí 2013

STÓRT STÖKK TIL FRAMTÍÐAR

Það er mér mikið gleðiefni að skrifa greinarkorn í kjölfar þess að Alþingi hefur samþykkt frumvarp um stækkun smábáta.  Ég var reyndar ekki í nokkrum vafa um að þetta hefðist, enda um að ræða stórt stökk til framtíðar á smábátum.  Framtíðar með stærri og öruggari bátum, bættri vinnuaðstöðu, bættum aðbúnaði sjómanna og ekki síst betri umgengni um hráefnið.

 

28. júní 2013

Nýtt smábátafélag stofnað

 Stofnfundur Samtaka smábátaútgerða (SSÚ) var haldinn 11.maí 2013 á Hótel Hellissandi.  Nokkrir áhugamenn um stækkun smábáta úr 15 tonnum í 15 metra standa að stofnun samtakanna.  Telja þeir engar róttækar breytingar verði á sóknarmynstri stærstu bátanna en öryggi, aflameðferð og aðstaða um borð verði öll önnur.  Stóru línutrillurnar þurfi oft að sækja mjög langt frá landióg því fylgi hætta á að lenda í misjöfnum veðrum.  Aflabrögð hafi verið að aukast síðustu ár og miðað við stöðu þorskstofnsins haldi sú þróun vonandi áfram.  Því miður sé ekki sama þróun í ýsustofninum sem heldur sig oftast nær landi.  Það veldur þessum oft á tíðum löngu róðrum hjá smábátum, allt að 50 sjómílur frá höfn.  Þróunin er líka sú að fjölga í áhöfnum þessara báta.  Sem kallar á meira rými og betri hvíldaraðstöðu um borð.