Fréttir

19. september 2014

Mótmælum skerðingu á línuívilnun

Samtök smærri útgerða (SSÚ) mótmæla harðlega þeirri skerðingu í línuívilnun á ýsu og steinbít sem nú hefur verið ákveðin.  Þar er minnkað það magn sem hefur farið til ívilnunar í ýsu úr 2.100 tonnum í 1.100 tonn og steinbít úr 900 tonnum í 700 tonn.  Þær útgerðir sem notið hafa línuívilnunar hafa eingöngu leyfi til krókaveiða og óhjákvæmilegt er að stór hluti aflans sé ýsa.  Á síðasta fiskveiðiári voru miklir erfiðleikar hjá smábátum við að ná í ýsukvóta og þó voru  veiðiheimildir þá meiri en nú.  Þessi ákvörðun er algjörlega óskiljanleg og mun hafa alvarlegar afleiðingar í byggðum landsins m.a.  með uppsögnum beitningarfólks.    Stjórn SSÚ skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína um skerðingu línuívilnunar.

F.h. stjórnar SSÚ Bárður Guðmundsson formaður