Fréttir

1. september 2014

Línuívilnun - nýtt fyrirkomulag

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 646/2014 um línuívilnun. Reglugerðin öðlast gildi 1. september 2014. Með reglugerðinni eru felld úr gildi ákvæði um símalínu. Þess í stað þarf útgerðaraðili að tilkynna fyrirfram til Fiskistofu um upphaf þess tímabils sem línuveiðar eru fyrirhugaðar með línu sem beitt er í landi eða sem stokkuð er upp í landi.

Í tilkynningunni þarf að koma fram skipaskrárnúmer viðkomandi báts og upphaf línuveiðanna. Tilkynningin gildir aldrei lengur en til loka fiskveiðiárs. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið: linuivilnun@fiskistofa.is eða hringja í Fiskistofu í símanúmerið 569-7900 til þess að unnt sé að veita línuívilnun til viðkomandi dagróðrarbáts.

Athygli er vakin á að umsókn í tölvupósti telst því aðeins móttekin að sjálfvirk staðfesting Fiskistofu á móttökunni berist sendandanum

 Tekið af vef Fiskistofu