Fréttir

21. mars 2014

Fundur með sjávarútvegsráðherra

Stjórn og framkvæmdastjóri SSÚ áttu í vikunni fund með Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra þar sem ýmis mál voru rædd.  Þar bar hæst umræða um ýsuvandamál krókaaflamarksbáta.

 

SSÚ fór yfir stöðu málsins þar sem fram kom að mikil ýsugengd á veiðislóð krókaaflamarksbáta væri  mikið vandamál sem verður að finna lausn á sem allra fyrst  annars liggur fyrir að útgerðir standi frammi fyrir stöðvun veiða. 

SSÚ lagði til ýmsar lausnir á vandanum.  Í fyrsta lagi var lagt til að ýsukvótinn yrði aukinn,  krókaaflamarksbátum yrði heimilað að veiða hluta af sínum þorskkvóta í net og svo voru lagðar til tvær útfærslur af hinni svokölluðu ígildaleið. 

SSÚ ræddi einnig makrílveiðar smábáta og bætur til lúðuveiðibáta vegna stöðvunar lúðuveiða.

Ráðherra og starfsfólk hans tók vel á móti hópnum og stjórn SSÚ vonar að heimsóknin skili árangri.