Fréttir

7. nóvember 2013

Ályktanir aðalfundar SSÚ 26.10.2013

Aðalfundur SSÚ ályktar:

 

- Að SSÚ beiti sér fyrir því að krókabátar fái leyfi til þorsknetaveiða.

 

- Að SSÚ beiti sér af fullum þunga fyrir svokallaðri Bárðar-hugmynd þar sem lagt er til að menn megi veiða hluta af kvóta sínum í þorskígildum.

 

- Að SSÚ beiti sér fyrir því að tegundartilfærsla verði færð til fyrra horfs.

 

- Að SSÚ beiti sér af fullum þunga fyrir því að makrílveiðar á línu/handfæri verði aldrei kvótasettar, hefjist ekki fyrr en 10. júlí ár hvert og verði frjálsar til 1. október.

 

- Að SSÚ beiti sér fyrir því að stofnaður verði sérstakur línuívilnunarpottur fyrir báta með beitningavélar auk þess að bæta í pott balabáta til samræmis við þá aukningu í þorski sem fyrirsjáanleg er.

 

- Að SSÚ hvetji til þess að meiri jöfnuði verði komið á á milli svæða í strandveiðum.

 

- Að SSÚ hvetji til þess að á fót verði komið aflaráðgefandi nefnd skipstjórnarmanna og sjómanna.  Í þeim hópi er mjög vannýtt auðlind þekkingar sem gæti nýst vel hjá Hafró.

 

- SSÚ fagnar ákvörðun um afnám greiðslumiðlunar.