Fréttir

25. júní 2013

Smábátar mega vera allt að 15 metrum og 30 brúttótonnum

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.  Þar er 4. gr. laganna breytt þannig að þeir bátar einir geta öðlast veiðileyfi með krókaaflamarki sem eru styttri en 15 metrar að mestu lengd og minni en 30 brúttótonn.