Fréttir

28. maí 2013

Nýtt smábátafélag stofnað

Stofnfundur samtaka smábátaútgerða (SSÚ) var haldinn 11. maí að Hótel Hellissandi. Nokkrir áhugamenn um stækkun smábáta úr 15 tonnum í 15 metra standa að stofnun samtakanna. Telja þeir enga róttækar breytingar verði á sóknarmynstri stæstu bátanna en öryggi, aflameðferð og aðstaða um borð verði öll önnur. Stóru línutrillunar þurfi oft að sækja mjög langt frá landi og því fylgi hætta á að lenda í misjöfnum veðrum. Aflabrögð hafi verið að aukast síðustu ár og miðað við stöðu þorskstofnins haldi sú þróun vonandi áfram. Því miður sé ekki sama þróun í ýsustofninum sem heldur sig oftast nær landi. Það veldur þessum oft á tíðum löngu róðrum hjá smábátum, allt að 50 sjómílur frá höfn. Þróunin er líka sú að fjölga er í áhöfnum þessara báta. Sem kallar á meira rými og betri hvíldaraðstöðu um borð.

Útgerðarmenn og fleiri sem sátu stofnfundinn  vilja að gefnu tilefni óska áhöfn, beitningafólki og útgerð Steinunnar ÍS með frábærann árangur og nýtt íslandsmet þegar þeir öfluðu 237 tonna af steinbít í nýliðnum apríl. Og telja fundarmenn nokkuð víst að þeir hafi oft óskað sér öruggari báts og fleiri íláta fyrir aflann.

Þriggja manna starfsstjórn var kosinn á fundinum. Formaður Bárður Guðmundsson, Ólafsvík. Meðstjórnendur Guðmundur Einarsson, Bolungavík. Guðjón Indriðason, Tálknafirði. Endurskoðandi Gunnar Þór Ásgeirsson, Reykjavík. Ritari Bárður Jóhönnuson, Ólafsvík. Fundarstjóri Ásbjörn Óttarsson, Rifi. Útgerðir eftirtaldra báta komu að stofnun samtakanna. Einar Hálfdánarson ÍS, Bolungarvík. Sirrý ÍS, Bolungavík. Guðmundur Einarsson ÍS, Bolungavík. Fríða Dagmar ÍS. Bolungavík. Jónína Brynja ÍS, Bolungavík. Vilborg ÍS, Bolungavík. Hrólfur Einarsson ÍS, Bolungavík. Albatross ÍS, Bolungavík. Steinunn ÍS, Flateyri. Kristján HF, Hafnarfirði. Særif SH, Rifi. Tryggvi Eðvarðs SH, Rifi. Þorsteinn SH, Rifi. Sæpjakkur SH, Rifi. Indriði Kristinns BA, Tálknafirði. Sigurvon BA, Tálknafirði. Kópur BA, Tálknafirði. Kristinn SH, Ólafsvík. Kristinn II SH, Ólafsvík. 

Loft Conversion
- 6.12.2019 00:52:44 Good stuff
Loft Conversion
Good stuff https://www.jonathanlea.net/forums/users/convertyourloft/