Samtök smærri útgerða voru stofnuð 11. maí 2013. Nokkrir áhugamenn um stækkun smábáta upp í 15 metra og 30 tonn stóðu að stofnun samtakanna eftir að hafa mætt andstöðu við málið innan Landssambands smábátaeigenda. Í lok júní árið 2013 samþykkti Alþingi breytingu á lögum nr 116/2006 um stjórn fiskveiða þannig að þeir bátar einir geta öðlast veiðileyfi með krókaaflamarki sem eru styttri en 15 metrar að mestu lengd og minni en 30 tonn.

Ástæður þess að félagsmenn SSÚ vildu fá að stækka sína báta voru þær helstar að þannig gætu þeir mætt nútímakröfum um meðferð á afla, með því að setja upp t.d þvottakör og krapavélar. Einnig vildu menn auka þægindin um borð fyrir starfsmenn, haft möguleika á að setja upp sturtur og komið fyrir klósettum auk bættrar starfsaðstöðu. Á þeim árum sem liðin eru frá stofnun félagsins hefur verið barist fyrir ýmsum framfaramálum öðrum en stækkun bátanna t.d. hefur félagið barist fyrir heimild til þess að flytja tegundir á milli kerfa og orðið vel ágengt í þeirri baráttu. Eitt mikilvægasta baráttumál SSÚ hefur hefur undanfarin ár snúið að veiðarfærafrelsi þ.e. að smábátar fái að velja þau veiðarfæri sem best henta hverju sinni.