Fréttir

30. apríl 2014

Umsóknarfrestur um leyfi til makrílveiða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 376/2014 um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2014. Einig er út komin reglugerð nr. 377/2014 sem er breyting á ofangreindri reglugerð.

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um leyfi til veiða samkvæmt 2. tölulið 1. málsgreinar 2. greinar reglugerðarinnar er til og með 16. maí 2014.

Hér er umsóknareyðublað um leyfi til veiða á makríl árið 2014

Fyllið út eyðublaðið, vistið það  á eigin tölvu og sendið umsóknina í viðhengi á veidileyfi@fiskistofa.is

Sé tölvan rétt stillt er einnig hægt að velja  "Senda"-hnappinn á eyðublaðinu sjálfu  og  þá verður til tölvupóstur með umsóknina í viðhengi til að senda Fiskistofu.

Sérstök athygli er vakin á að umsókn er ekki gild nema svarpóstur berist sem staðfestir móttöku umsóknarinnar.

 

Hér er hægt að skoða afla og heimildir í makríl á fyrri fiskveiðiárum.

 

Hér er eyðublað til að flytja aflaheimildir í makríl á milli skipa

 

 Tekið af vef Fiskistofu 30.04.2014